Handís
ræktun manns og starfs
Handleiðslufélag Íslands
Hvað er handleiðsla ?
Faghandleiðsla er aðferð sem hjálpar einstaklingi, einum eða í hópi, til þess að þroskast í starfi.
Með faghandleiðslu getur einstaklingur nýtt betur hæfni sína í starfi.
Faghandleisla starfsmanna tryggir gæði þjónustunnar.
Faghandleiðsla hjálpar einstaklingi að greina á milli einkalífs og starfs og beita faglegum aðferðum í
stað tilfinningasemi.
Með faghandleiðslu áttar einstaklingur sig á uppbyggingu, markmiðum og möguleikum vinnustaðarins.
Faghandleiðsla leysir úr læðingi styrk einstaklings svo hann finni lausnirinformation.
Hvernig er unnið ?
Einstaklings- eða hóphandleiðsla.
Gerður er samningur um ákveðið tímabil og innihald og verkskiptingu handleiðslunnar.
Vikulegir tímar - eða eftir nánara samkomulagi.
Fullur trúnaður.
Fyrir hverja er handleiðsla ?
Handleiðsla er fyrir alla sem vilja þroskast í starfi og bæta starfsímynd sína
Markmið
Að starfsmanni líði betur í vinnunni.
Að starfsmaður njóti starfs síns betur.
Að viðskiptavinir stofnunar eða fyrirtækis fái betri þjónustu.
Að samskipti innan vinnustaðarins gangi betur.
Að samskipti við aðrar stofnanir og fyrirtæki gangi betur.lagi.
3526

Skráning hér
                                               © 2000 - 2017  Handleiðslufélag Íslands   kt: 520700- 3310       Vefumsjón : bern@centrum.is