Handís
ræktun manns og starfs
Handleiðslufélag Íslands
Unnur Heba Steingrímsdóttir
Hjúkrunarfræðingur BSc
Unnur Heba Steingrímsdóttir er hjúkrunarfræðingur BSc frá HÍ með sérnám í geðhjúkrun frá HÍ (1994).
Hún lauk tveggja ára handleiðslunámi (2002) og var formaður Handleiðslufélagsins (Handís) frá hausti 2002-2004 og situr enn í stjórn þess sem varamaður.
Hún lauk MA prófi (2007) frá viðskiptadeild HÍ í Mannauðsstjórnum og hefur einnig lokið námi og þjálfun (2008) í fjölskyldustuðningi sem er fyrir foreldra með geðræn vandamál og börn þeirra.
Hún hefur langa reynslu af verkefnavinnu og meðferðarstörfum á geðsviði barna og fullorðinna á Landspítala auk þess sem hún hefur veitt faghandleiðslu til margra ára á vinnustað sínum og á stofu, til einstaklinga og hópa. Hún hefur einnig tekið að sér þýðingar og bæklingagerð auk fræðslu og námskeiða/hópvinnu tengt bættri líðan og samskiptum fyrir faghópa og foreldra. Innihald handleiðslu er bundið trúnaði. Sjá nánar um handleiðslu á www.handleidsla.is

Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 8995101 og póstfang unnurhs@lsh.is
       © 2000 - 2020  Handleiðslufélag Íslands   kt: 520700- 3310       Vefumsjón : bern@centrum.is          Uppf. 25-02-2021