top of page
Search
handleidsla

Handleiðsla – sjálfsrækt og fagþroski gegn örmögnun í hjálparstarfi


Að hjálpa hjálp­ur­un­um

Und­an­farið hefur aukin athygli beinst að fag­fólki í hjálp­ar­störf­um. Við­bót­ar­á­lag hefur verið á starfs­fólk í vel­ferð­ar­þjón­ustu allra síð­ustu miss­eri, m.a. tengt Covid-far­aldr­inum og því ofur­á­lagi sem hann hefur valdið í heil­brigð­is­þjón­ustu og í raun allri vel­ferð­ar­þjón­ustu, þ.e. heil­brigð­is-, félags­þjón­ustu, barna­vernd og í skól­um. Það hefur skerpt vit­und og umræðu um nauð­syn þess að hlúa að þeim sem hjálpa öðr­um. Þetta er tengt hugs­un­inni um það að setja þarf súr­efn­is­grímuna á sjálfan sig áður en við­kom­andi er fær um að veita öðrum hjálp. Í þessu sam­bandi hefur „súr­efn­is­skort­in­um“ verið líkt við sam­úð­ar­þurrð eða sam­úð­ar­þreytu (e.compassion fatigu­e). Marg­breyti­leg hug­tök hafa verið sett fram í því sam­bandi s.s. kuln­un, örmögn­un, fag­þreyta, starfs­þreyta, útbrennsla, sam­hygð­ar­þrot og sam­kennd­ar­þreyta. Þessi hug­tök snúa öll að ein­kenn­inu sjálfu, þ.e. birt­ing­ar­mynd­inni á því „skorts“- eða kreppu­á­standi sem að baki ligg­ur. Það er ákall á að þegar allt er komið í óefni sé þörf á bráða­inn­gripi líkt og þegar slökkva þarf elda. Hug­takið hand­leiðsla sem hér verður nánar vikið að, er af öðrum toga. Það vísar til for­varna, styrk­ingar og þroska sem miða að fag­legri og per­sónu­legri vel­ferð í starfi. Í því felst að byrgja brunn­inn áður en barnið er dottið ofan í hann.

Eitt til­efni þess­arar greinar er að fagna nýfram­kominni þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um grein­ingu á sam­úð­ar­þreytu og til­lögum að úrræðum (Þingskjal nr. 321/2021-2022). Við viljum nota það tæki­færi til að reifa stöðu hand­leiðslu­mála á Íslandi og brýna stefnu­mótendur og stjórn­endur á vett­vangi til frek­ari aðgerða með því að veita þings­á­lykt­un­inni braut­ar­gengi. Þannig verði gengið skref­inu lengra með áherslu á hand­leiðslu­kerfi sem for­vörn en jafn­framt með þróun úrræða þegar skað­inn er þegar skeð­ur.


Þróun hand­leiðslu, sér­fræði­þekk­ing og menntun hand­leið­ara

Heil fræði­grein hefur þró­ast með rann­sóknum á gagn­reyndri nyt­semi hand­leiðslu, þróun vinnu­lík­ana og aðferða­nálg­un­ar. Ein slík rann­sókn sem nú er unnið að og nær til breiðs hóps fag­fólks hér á landi, þar með talið sam­an­burð­ar­hóps, hefur hlotið styrk frá Rann­sókna­sjóði Háskóla Íslands til að afla þekk­ingar á gildi hand­leiðslu í fag­legu starfi. Í ljósi auk­innar þekk­ingar hafa fram­sæknar stofn­anir sem þjón­usta almenn­ing komið á skipu­legu hand­leiðslu­kerfi og líta á það sem fastan lið í innviðum stofn­unar að vinna að fag­þró­un, vernd og þroska hvers fag­manns. Til þess að sinna því verk­efni hefur fag­fólk sótt sér sér­fræði­þekk­ingu og þjálfun sem hand­leið­ar­ar. Hér á landi hafa nokkrir tugir hand­leið­ara útskrif­ast með diplóma­nám í hand­leiðslu­fræð­um, ýmist frá Háskóla Íslands, End­ur­menntun HÍ eða í sam­starfi við erlenda háskóla. Nú sækir 27 manna hópur fag­fólks með breiða reynslu af vett­vangi 3ja miss­era námslínu á meist­ara­stigi við Félags­ráð­gjafa­deild HÍ. Námið er þver­fag­legt og spannar fræði­legan grunn hand­leiðslu­fræða, klínískan þjálf­un­ar­hluta og sjálfs­vinn­u.


Fyrir liggur umtals­verð þekk­ing á mik­il­vægi þess að þeir einir taki að sér hand­leiðslu fag­fólks sem hafa hlotið til þess við­eig­andi mennt­un. Skortur á fag­mennsku í þeim efnum getur hæg­lega grafið undan trú­verð­ug­leika og gagn­semi hand­leiðslu og jafn­vel leitt til skaða (Ellis o.fl., 2017). Mik­il­vægur liður í þjálfun hand­leið­ara er sjálfs­þekk­ing og áhersla á ígrundun og gagn­rýna hugsun (Johns, 2017). Með hvata hand­leiðslu­sam­tals­ins opn­ast leiðir þar sem speglun og end­ur­gjöf efla sjálfs­skiln­ing og getu fag­manns til að öðl­ast inn­sæi í eigin fag­mennsku, mörk sín, gildi og sýn á fag­legt starf. Mennt­aður hand­leið­ari stuðlar jafn­framt að því að fag­að­ili njóti sín í átt að auk­inni skil­virkni, öryggi og sið­ferð­is­styrk sem aftur eflir færni hans til að veita skjól­stæð­ingum sínum bestu mögu­lega þjón­ustu (Her­bert o.fl., 2017). Um þetta er nánar fjallað í grein höf­unda sem er vænt­an­leg í Tíma­riti félags­ráð­gjafa (1. tbl. 16. árg. 2022).


Fag­fé­lag hand­leið­ara, Han­dís

Um síð­ustu alda­mót stóð nýr útskrift­ar­hópur hand­leið­ara ásamt frum­kvöðlum á svið­inu að stofnun Hand­leiðslu­fé­lags Íslands, Han­dís. Félagið hefur staðið fyrir nám­skeið­um, ráð­stefnum og marg­vís­legri fræðslu um hand­leiðslu á vinnu­stöðum vel­ferð­ar­þjón­ustu. Tutt­ugu ára afmæl­inu hefur verið frestað ítrekað (vegna covid) en verður fagnað á þessu ári með ráð­stefnu með erlendum fyr­ir­lesurum þann 23. júní. Í tengslum við 20 ára afmælið og sem liður í því að styrkja fræði­grunn og sess hand­leiðslu í íslensku vel­ferð­ar­kerfi, á sviði félags­þjón­ustu, barna­vernd­ar, mennta­mála og rétt­ar­gæslu, kom út bók á íslensku um hand­leiðslu­mál, Hand­leiðsla til efl­ingar í starfi. Vinnu­vernd - Fag­vernd - Mann­vernd (Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir, 2020a). Hópur höf­unda af breiðu sviði vel­ferð­ar­þjón­ustu rita sautján kafla í bók­ina sem Sig­rún Júl­í­us­dóttir rit­stýr­ir. Þetta er fyrsta bók sinnar teg­undar á íslensku og hefur hún reynst kær­komin kennslu­bók fyrir háskóla­nem­endur í hjálp­ar­greinum og hand­bók fyrir fag­fólk á vett­vang­i.


Blóma­skeið fag­mennsku- inn­reið mark­aðs­hyggju

Um miðja síð­ustu öld þró­að­ist grósku­skeið hand­leiðslu sem órofa hluti af klínísku starfi, ekki síst á sviði fjöl­skyldu­fræða og félags­ráð­gjafar í vanda­sömu hjálp­ar­starfi. Rit­aðar voru bækur og greinar um gildi hand­leiðslu fyrir per­sónu­lega og fag­lega vel­ferð fag­manns­ins, sem liðar í fag­þroska hans og trygg­ingu fyrir gæði þjón­ustu til skjól­stæð­inga (Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir, 2020b). Á seinni hluta ald­ar­innar varð hnignun frá þessu „blóma­skeiði“ og áherslur viku fyrir harðri inn­rás mark­aðs­hyggju (e. new public mana­gement). Henni fylgdi rekstr­ar-, afkasta- og nið­ur­skurðar­á­hersla með auknum mála­þunga í vel­ferð­ar­þjón­ustu, stærri og flókn­ari bekkj­ar­heildum í skól­um, sér­fræð­inga­skorti og frá­flæð­is­vanda í heil­brigð­is­þjón­ustu. Við tók aðþreng­ing­ar­skeið þar sem heill og heilsa fag­fólks vék fyrir áhrifum vél­ræns fyr­ir­tækja­rekst­urs, eins konar iðn­væð­ingar vel­ferð­ar­-og mann­vernd­ar­þjón­ustu (e. human service org­an­izations). Þetta á ekki aðeins við um fag­fólk í hjálp­ar­geir­anum heldur má sjá þess merki víð­ar, ma. í háskóla­sam­fé­lag­inu eins og fjallað er um í grein Bjarna H. Krist­ins­sonar og Skúla Skúla­sonar (2020) í tíma­rit­inu Skírni um iðn­væð­ingu háskóla.


Samhliða örri fram­þróun mark­aðs­hyggju hefur vaxið fram ný bylgja. Í henni komu fram mennt­aðir þjónar stjórn­un­ar­valds og reglu­veld­is, eins konar „varð­lið­ar“ sem bæði standa vörð um skil­virkni rekstr­ar­ins, tryggja aðlögun að þröngum fjár­hags­á­ætl­unum og gæða­val á fag­fólki. Eins og fjallað er um í áður­nefndri vænt­an­legri grein höf­unda í Tíma­rit félags­ráð­gjafa þá fylgir þetta milli­stjórn­enda­lag eftir nið­ur­njörf­uðum starfs­lýs­ingum ásamt frammi­stöðu­sam­töl­um, hag­ræð­ingu og útskipt­ingum starfs­manna. Þessi stjórn­skipan þrengir ekki aðeins að athafna­rými fag­manns­ins, og skerðir öryggi og fag­legt frelsi, heldur getur bein­línis ógnað líðan hans og far­sæld.


Loka­orð

Einn hvati þess að velja sér hjálp­ar­starf er sam­kennd og næmi sem (verð­andi) fag­maður hefur þroskað með sér gagn­vart sárs­auka og erf­iðum aðstæðum ann­arra. Það er inn­byggt í fag­hlut­verk hjálp­ara að láta sig varða vellíðan ann­arra, jafn­vel umfram eigin hag og heilsu (Fig­ley, 1995). Þegar vilji og þörf hjálp­ar­ans til að hjálpa er hneppt í skorður nið­ur­skurðar og úrræða­skorts verður hætta á að per­sónu­legt fram­lag hans, inn­lif­un­ar­hæfni og sam­kennd geti orðið á kostnað hans sjálfs, einka­lífs hans og fjöl­skyld­u.

Með því að byggja á hand­leiðslu­kerfi sem föstum lið í innviðum vel­ferð­ar­stofn­ana með það að mark­miði að vernda, næra og styrkja þá sem hjálpa öðrum, má koma í veg fyrir heilsutjón og upp­gjöf í starfi (Sig­rún Harð­ar­dóttir og Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir, 2019). Þetta snýr að öllum þeim sem hjálpa öðrum á breiðu sviði heil­brigð­is­þjón­ustu, þeim sem bera hag ann­arra fyrir brjósti í barna­vernd og félags­þjón­ustu, þeim sem gæta réttar þeirra sem eru í sam­fé­lags­legri jað­ar­stöðu eða þarfn­ast aðstoðar á rétt­ar­gæslu­sviði, og þeim sem koma börnum og ung­mennum til þroska í skól­um, upp­eld­is- og mennta­stofn­unum lands­ins.


Sig­rún Harð­ar­dóttir er félags­ráð­gjafi MSW, Ph.D. og dós­ent við Félags­ráð­gjaf­ar­deild Háskóla Íslands­.­Sig­rún Júl­í­us­dóttir er félags­ráð­gjafi MSW, Ph.D. og pró­fessor emeritus við Félags­ráð­gjaf­ar­deild Háskóla Íslands, hand­leið­ari og þerapisti, Tengsl/­Sam­skipta­stöð­in.


Heim­ildir

Bjarni K. Krist­ins­son og Skúli Skúla­son. (2020). Iðn­væð­ing háskóla – Hvernig mark­aðs- og nýfrjáls­hyggja mótar starf­semi háskóla á 21. öld. Skírn­ir, 194, 177-196.

Ellis, M. V., Taylor, E. J., Corp, D. A., Hut­man H. og Kan­gos, K. A. (2017). Narrati­ves of harm­ful clin­ical supervision: Introd­uct­ion to the Special Issue. The Clin­ical Supervis­or, 36(1), 4–19. https://doi.org­/10.1080/07325223.2017.1297753

Fig­ley, C. R. (1995). Compassion fatigue: Toward a new und­er­stand­ing of the costs of car­ing. Í B. H. Stamm (rit­stjór­ar), Second­ary traumatic stress: Sel­f-care issues for clin­ici­ans, res­e­archers, and educators (bls. 3–28). The Sidran Press.

Her­bert, J. T., Schultz, J. C., Lei, P. og Aydem­ir-Döke, D. (2017). Effect­i­veness of a tra­in­ing program to enhance clin­ical supervision of state vocational rehabilita­tion per­sonn­el. Rehabilita­tion Coun­sel­ing Bul­let­in, 62(1), 3–17. https://doi.org­/10.1177/0034355217725721

Johns, C. (2017). Imagin­ing ref­lect­ive pract­ice. Í J. Christopher (rit­stjóri), Becom­ing a Ref­lect­ive Prac­t­it­ioner (bls. 1–18). (5. útgáfa). John Wiley & Sons.

Sig­rún Harð­ar­dóttir og Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir. (2019). Opin­ber stefna, skóla­kerfið og hlut­verk kenn­ara: Við­bragðs­bún­aður skól­ans. Stjórn­mál & stjórn­sýsla, 1(15), 113–134.

Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir. (rit­stjóri). (2020a). Hand­leiðsla til efl­ingar í starfi. Vinnu­vernd - Fag­vernd – Mann­vernd. Háskóla­út­gáf­an.

Sig­rún Júl­í­us­dótt­ir. (2020b). Hug­mynda­grunn­ur, upp­haf, þróun og staða hand­leiðslu­fræða. Í Sig­rún Júl­í­us­dóttir (rit­stjóri), Hand­leiðsla til efl­ingar í starfi. Vinnu­vernd – Fag­vernd - Mann­vernd (bls. 17–61). Háskóla­út­gáf­an.

Þing­skjal nr. 321/2021-2022. Til­laga til þings­á­lykt­unar um grein­ingu á sam­úð­ar­þreytu og til­lögur að úrræð­um. https://www.alt­hing­i.is/al­text/152/s/0341.html

162 views0 comments

Comments


bottom of page