top of page
Image-empty-state.png

Freydís Jóna Freysteinsdóttir

Ráðgjafar-og meðferðarstofan Skjólið
Freydís Jóna Freysteinsdóttir (MSW, PhD) félagsráðgjafi og þerapisti.
Viðtöl við einstaklinga, börn (leikmeðferð, e. play therapy) og handleiðsla fagfólks.
Menntun: Freydís er með doktorsgráðu í félagsráðgjöf og sálfræði sem aukagrein frá University of Iowa í Bandaríkjunum og MSW gráðu sem er meistaragráða í félagsráðgjöf (master of social work, undirsvið: Börn og fjölskyldur) frá sama skóla, en sú gráða gefur réttindi til að starfa sem þerapisti eftir tveggja ára starfsreynslu. Freydís tók starfsþjálfun í meistaranáminu á starfsþjálfunarstaðnum: „Community mental health center“ og öðlaðist þar þjálfun m.a. í sálrænni meðferð (psychotherapy), í frásagnarmeðferð og lausnamiðaðri meðferð.Hún hefur lokið starfsréttindanámi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands, og B.A. gráðu í sálfræði með félagsráðgjöf sem aukagrein frá sama skóla.
Helstu námskeið: Freydís hefur m.a. tekið námskeið hjá Insoo Kim Berg og Steve DeShaser í Lausnamiðaðri meðferð (e. Solution focused therapy) árið 1998 og námskeið í Frásagnarmeðferð (e. Narrative therapy) hjá Mikael White árið 2006. En þessar meðferðaraðferðir voru þróaðar af þessum aðilum. Freydís lauk árið 2006 svokallaðri level 1 þjálfun í frásaganarmeðferð. Einnig lauk Freydís þjálfun í námskeiðahaldi fyrir gerendur makaofbeldis (Batterer‘s education) árið 1997.
Helstu störf: Auk þess að starfa á stofunni starfar Freydís sem dósent við Háskóla Íslands í sínu aðalstarfi. Þar er hún með umsjón með og kennir í fjórum námskeiðum: Fagleg tengsl og siðfræði (m.a. viðtalstækni), Fjölskyldukenningar-og meðferð, Kenningar um mannlega hegðun: ytri og innri mótunarþættir og Ofbeldi og vanræksla í fjölskyldum. Freydís hefur starfað m.a. í félagsþjónustu, þar á meðal í barnavernd og sem félagsmálastjóri/sviðsstjóri yfir félags-fötlunar-og skólaþjónustu.

894 1642

bottom of page